Hádegisfyrirlestur
Áhrif heimsfaraldurs á framhaldsskólanema
Mikið hefur reynt á framhaldsskólanema undanfarin tvö ár í COVID faraldrinum. Lagðar voru fyrir kannanir í framhaldsskólum árið 2020 og í nóvember 2021 til samanburðar. Þá höfðu breytingar orðið á námsfyrirkomulagi og opnað hafði verið fyrir félagslíf á ný, þó svo
að fullum afléttingum hefði ekki enn verið náð. Margrét Lilja Guðmundsdóttir hjá R&G og Andrea Jónsdóttir hjá SÍF munu ræða þennan samanburð í beinni útsendingu á netinu fimmtudaginn 5. maí klukkan 12. Skráning er gjaldfrjáls.
Fyrirlesarar
Margrét Lilja Guðmundsdóttir
Sérfræðingur hjá Rannsóknum og greiningu
Andrea Jónsdóttir
Forseti SÍF
, ,